Maven og uiData hefja samstarf

Pétur Sævar Sigurðarson • 29. júlí 2025

Maven og uiData hefja samstarf til að efla örugga miðlun gagna og styðja gagnadrifna ákvarðanatöku á Íslandi

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið uiData, sem stendur að baki DataCentral, öflugri SaaS lausn fyrir örugga miðlun og stjórnun gagna, hefur gert samstarfssamning við þjónustufyrirtækið Maven. Maven sérhæfir sig í gagnadrifinni þjónustu, ráðgjöf og rekstri á sviði gagnalausna og hagnýtingu gagna sem styðja stjórnendur í upplýstri ákvarðanatöku.

Samstarfið byggir á sterkri samlegð á milli tæknilegrar lausnar uiData og djúprar þekkingar Maven á viðskiptalegri gagnagreiningu og stefnumótandi ráðgjöf. Markmiðið er að fyrirtækjum og stofnunum kleift að hámarka virði gagna sinna með einfaldari og öruggari miðlun upplýsinga til bæði innri og ytri aðila.

Maven mun nú bjóða sínum viðskiptavinum aðgang að virkni DataCentral. Þar á meðal er einföld en örugg deiling skýrslna, aðgangsstýring, sjálfvirkni og önnur viðbótartól sem ekki eru hluti af hefðbundnum viðskiptagreindar verkfærum. Þetta opnar fyrir fjölbreytt notkunartilvik innan hins opinbera, í eftirlitsskyldum atvinnugreinum og meðal fyrirtækja með margar rekstrareiningar svo einhver dæmi séu nefnd.

quotesArtboard 1 copy 2

Þetta samstarf fellur fullkomlega að okkar sýn – að einfalda hvernig gögnum er deilt og þau nýtt milli hagsmunaaðila. Maven nýtur trausts margra þeirra fyrirtækja sem langt eru komin í gagnanýtingu hér á landi. Með því að veita þeim aðgang að DataCentral færum við þeim verkfæri til að leysa flóknar áskoranir í gagnamiðlun með meiri skilvirkni og á hagkvæmari máta.

Davíð Stefán Guðmundsson
CCO hjá uiData ehf.

Í gegnum samstarfið fær sérfræðinga teymi Maven þjálfun og beina tæknilega aðstoð frá uiData, sem styrkir innleiðingu og ráðgjöf á grundvelli DataCentral fyrir viðskiptavini þeirra. 

quotesArtboard 1 copy 2

Hjá Maven höfum við ætíð lagt áherslu á að hjálpa viðskiptavinum okkar að umbreyta gögnum í virði. Með DataCentral getum við nú stutt við viðskiptavini á enn skilvirkari hátt þegar kemur að miðlun gagna. Markmiðið er skýrt: að rétt innsýn komist til réttra aðila, í réttu samhengi og með viðeigandi aðgangsstýringum. Þetta bætir hagnýtingu gagna og raunverulegu virði við verkefnin okkar. 

Helgi Hrafn Halldórsson

Framvkæmdastjóri og stofnandi Maven.

Samstarfið hefur þegar leitt af sér sameiginleg viðskiptaverkefni og bæði fyrirtækin eru sannfærð um að þetta sé aðeins upphafið að langtímasamstarfi sem muni lyfta gagnastefnu og framkvæmd hennar á íslenskum markaði upp á nýtt stig.

Um uiData ehf.

uiData er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki með aðsetur í Reykjavík. Fyrirtækið þróar DataCentral, örugga og skalanlega SaaS lausn sem einfaldar miðlun gagna og aðgangsstýringu að skýrslum og mælaborðum. Lausnin hjálpar fyrirtækjum að hámarka arðsemi fjárfestingar í viðskiptagreind. DataCentral er viðbót ofan á núverandi skýrslugerðarumhverfi, því þarf ekki að ráðast í umfangsmiklar breytingar til að hefja notkun á lausninni. Á örfáum klukkutímum er lausnin komin í gagnið og farin að stórauka sveigjanleika í gagnamiðlun án þess að fórna öryggi.

Um Maven ehf.

Maven er íslenskt þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni með áherslu á hagnýtingu gagna. Maven sérhæfir sig í að leysa viðskiptalegar áskoranir með hagnýtingu gagna. Sérsvið Maven eru meðal annars gagnahögun, skýjalausnir, viðskiptagreind og erð mælaborða, þar sem notast er við tól eins og Microsoft Azure, Power Platform og TimeXtender. Fyrirtækið þjónustar fjölbreyttan hóp viðskiptavina í atvinnulífinu og hinu opinbera og er þekkt fyrir að skila lausnum sem skapa raunverulegt virði.