Viðurkenning Jafnvægisvogarinnar 2024

Anna Kristín Ólafsdóttir • 11. október 2024

Maven hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024

Maven hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024 við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands.

Verkefnið um Jafnvægisvogina hefur þann tilgang að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi. Markmið Jafnvægisvogar FKA er að hlutföllin verði 40/60 í framkvæmdastjórnun.

Frekari upplýsingar um Jafnvægisvogina má sjá hér: https://www.fka.is/verkefni/jafnvaegisvogin