Viðurkenning Jafnvægisvogarinnar 2025
Maven hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025 - Annað árið í röð

Maven hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025, annað árið í röð, við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands þann 10. október 2025.
Verkefnið um Jafnvægisvogina hefur þann tilgang að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi. Markmið Jafnvægisvogar FKA er að hlutföllin verði 40/60 í framkvæmdastjórnun.
Við trúum því að fjölbreytni stjórnenda leiði til betri ákvarðanatöku, aukins trausts innan teymis og betri tenginga við bæði starfsfólk og viðskiptavini. Við viljum byggja upp teymi sem endurspeglar samfélagið sem við erum hluti af og höfum áhrif á.
Það að hafa jafnvægi í stjórnendateymi hefur haft bein áhrif á menningu, samstarf og ákvarðanir innan fyrirtækisins. Við sjáum að fjölbreytt teymi nýtir kraftinn úr ólíkum sjónarhornum og gerir okkur betur í stakk búin til að mæta flóknum áskorunum.
Frekari upplýsingar um Jafnvægisvogina má sjá hér: https://www.fka.is/verkefni/jafnvaegisvogin

